sögur af afa og ömmu
5.9.2008 | 21:44
Jæja þá er best að koma með færslu svona eftir sumarið.
Það væri gaman að heyra frá fleirum á þessari síðu. Og svo er velkomið að fá lykilorðið hjá mér, og þá geta aðrir bloggað hér inn komið með sögur af gömlu hjónunum eða sent myndir
Það eru margar sögur sem maður er með í kollinum af afa og ömmu. Eins og ein. Eins og allri vita var afi mikið á móti reykingum, og einu sinni sá hann ferðafólk vera að reykja við hliðið uppfrá. Þá kemur afi heim og nær í Guggu systir og biður hana að koma með sér, og ætlar hann að láta hana skrifa með málingu á húsið sitt með stórum stöfum "Reykingar bannaðar" Guggu fannst þetta eitthvað skrítið, og fer inn til ömmu og spyr ömmu hvort þetta sé í lagi. Þá verður hún sko ekki ánægð, og heyrist í henni segja "hvaða vitleysa er þetta í þér Jens". Og fannst honum voða skrítið að fá ekki að mála á húsið sitt Afi snillingur
Það er svo margar sögur af honum afa, og væri gaman að fá að heyra fleiri
En svo með dagsetinguna á ættarmótinu, þá hefur verið talað um að hafa þetta kannski fyrr. Eins og helgina 18 júlí. 2009
set hérna mynd af fallegu hjónum á Munaðarnesi
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Já hann langafi var bara snillingur. Mér lýst vel á dagsetninguna á ættarmótinu:) Ég mæti pottþétt:) Langaði bara að kvitta fyrir komu minni.
Ingibjörg Eyrún (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:57
já það væri nú gaman ef það færi að vera solítið rabb hér því við vitum hvað tímin flígur frá okkur þannig að allir þurfa að fara að spá í hvernig við getum skemmt hvort öðru........
unnur Pálína (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:39
já, það yrði gaman að heyra fleiri svona frábærar sögur hérna inná :) en ég mæti pottþétt á ættarmót :) farin að hlakka til....
Rósa (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.