amma Palla afmæli í dag
13.11.2008 | 09:24
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sögur af afa og ömmu
5.9.2008 | 21:44
Jæja þá er best að koma með færslu svona eftir sumarið.
Það væri gaman að heyra frá fleirum á þessari síðu. Og svo er velkomið að fá lykilorðið hjá mér, og þá geta aðrir bloggað hér inn komið með sögur af gömlu hjónunum eða sent myndir
Það eru margar sögur sem maður er með í kollinum af afa og ömmu. Eins og ein. Eins og allri vita var afi mikið á móti reykingum, og einu sinni sá hann ferðafólk vera að reykja við hliðið uppfrá. Þá kemur afi heim og nær í Guggu systir og biður hana að koma með sér, og ætlar hann að láta hana skrifa með málingu á húsið sitt með stórum stöfum "Reykingar bannaðar" Guggu fannst þetta eitthvað skrítið, og fer inn til ömmu og spyr ömmu hvort þetta sé í lagi. Þá verður hún sko ekki ánægð, og heyrist í henni segja "hvaða vitleysa er þetta í þér Jens". Og fannst honum voða skrítið að fá ekki að mála á húsið sitt Afi snillingur
Það er svo margar sögur af honum afa, og væri gaman að fá að heyra fleiri
En svo með dagsetinguna á ættarmótinu, þá hefur verið talað um að hafa þetta kannski fyrr. Eins og helgina 18 júlí. 2009
set hérna mynd af fallegu hjónum á Munaðarnesi
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jens afmæli í dag;)
27.5.2008 | 17:41
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fleiri myndir
10.5.2008 | 23:51
Var að setja fleiri myndir inn í albúmin. Unnur gróf þessar myndir upp hjá sér. Það væri alveg frábært ef eitthver annar gæti sent okkur myndir líka. Gaman að sjá sem flestar myndir
Myndir
17.4.2008 | 22:37
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ættarmót
13.4.2008 | 19:33
Kæru ættingjar!
Við Munaðarnessystkinin höfum ákveðið að blása til ættarmóts sumarið 2009 á Munaðarnesi! Gefum okkur góðan tíma til að allir geti skipulagt sig og tekið helgina frá:)
Í tilefni þess að faðir okkar, Guðmundur Gísli, verður 70 ára, amma, Pálína Sigurrós hefði orðið 90 ára og hann Indi okkar hefði orðið 100 ára fannst okkur upplagt að koma saman og halda upp á þessi tímamót. Eflaust eru mun fleiri sem eiga stórafmæli þetta ár, kynnum okkur það nánar seinna.
Erum að hugsa um að verslunarmannahelgin henti vel en þurfum skoða það betur og fá jafnvel uppástungur frá ykkur á heimasíðunni sem við erum að setja upp, vefslóðin er: www.munadarnes.blog.is
Okkur hefur dottið í hug að það væri skemmtilegt að hafa kvöldvöku, marhnútamarþonaveiðiJ, fjallgöngur upp á Brún eða jafnvel upp á Kálfatind, sameiginlegt grill og svo afhjúpa minningarstein um forfeður okkar sem verður staðsettur á hólnum. Gæti verið gaman að hver ættleggur sé með skemmtiatriði eða gjörning af eitthverju tagi:)
Vonum að allir taki vel í þessa hugmynd okkar og að þetta lukkist vel og að þetta verði að hefð um ókomin ár.
Þið megið endilega senda netföngin ykkar á bjabry@simnet.is þannig að við getum haft samband. Það væri mjög gaman ef eitthverjir lauma á gömlum myndum sem við getum sett inn á síðuna. Við erum búinn að safna saman góðu safni sjálf en alltaf gaman að bæta við:)
Bestu kveðjur
Guðmunds- og Sólveigarbörn
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)